Stjórn og endurskoðendur

Stjórn sjóðsins er skipuð átta mönnum og tekur hún til allra deilda hans. Varamenn eru fjórir. Fulltrúar launamanna eru kosnir af fulltrúum stéttarfélaga á ársfundi en fulltrúar launagreiðenda eru tilnefndir af samtökum atvinnulífsins. Kjörtímabil stjórnarmanna er 2 ár og er helmingur stjórnar kjörinn á hverjum ársfundi. Fulltrúar launagreiðenda og launamanna skiptast árlega á um að fara með formennsku í stjórn.

 

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs frá 2. maí 2024 til ársfundar 2025.

Frá launamönnum Frá atvinnurekendum
Björn Snæbjörnsson    Elín Hjálmsdóttir
Guðný Hrund Karlsdóttir, varaformaður    Elsa Björg Pétursdóttir (formaður)
Sigríður Dóra Sverrisdóttir    Kristinn Kristófersson
Þórarinn Sverrisson    Valdimar Halldórsson

Endurskoðunarnefnd Stapa skipa Ragna Hrund Hjartardóttir, Björn Snæbjörnsson og Valdimar Halldórsson 

KPMG er löggiltur endurskoðandi reikninga sjóðsins. Innri endurskoðandi er PwC.