Sjóðfélagalán

Stapi býður verðtryggð sjóðfélagalán gegn veði í íbúðarhúsnæði í eigu umsækjanda. Hægt að sækja um lán á einfaldan hátt með rafrænum skilríkjum í síma. Umsækjendur eru hvattir til að til að kynna sér lánareglur og almennar upplýsingar áður en sótt er um lán.

Lánamöguleikar

Stapi býður verðtryggð lán gegn veði í fasteign. Í boði eru lán með breytilegum eða föstum vöxtum. Hámarkslánshlutfall er 70% af fasteignamati við endurfjármögnun og 70% af kaupvirði fasteignar við fasteignakaup.

Lánaregur

Stapi lífeyrissjóður veitir sjóðfélögum sem eiga lánsrétt fasteignaveðlán á grundvelli laga um fasteignalán til neytenda. Lánað er gegn veði í fasteign í eigu umsækjanda/lántaka. 

Almennar upplýsingar

Samkvæmt lögum um fasteignalán til neytenda skulu lánveitendur tryggja neytendum aðgang að skýrum upplýsingum um lánaframboð

Reiknivél

Með lánareiknivélinni er hægt að sjá áætlaða greiðslubyrði af lánum og árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við valdar forsendur.