31. |
Aðild |
|
31.1 |
Þeir sem óska eftir aðild að tilgreindri séreignardeild skulu tilkynna það til sjóðsins með sannanlegum hætti eftir þeim reglum sem sjóðurinn setur og í samræmi við ákvæði gildandi laga. Sjóðfélagar geta með sama hætti tilkynnt að þeir óski eftir að hætta greiðslum í tilgreinda séreignardeild að hluta eða öllu leyti og rennur iðgjaldið þá til Tryggingadeildar. |
32. |
Iðgjöld |
|
32.1 |
Sjóðfélaga er heimilt að ráðstafa allt að 3,5% iðgjaldi af iðgjaldsstofni umfram 12% af iðgjaldsstofni í tilgreinda séreignardeild, enda sé mælt fyrir um slíkt í kjara- eða ráðningarsamningi. |
|
32.2 |
Lífeyrissjóðurinn skal gera breytingar á ráðstöfun iðgjalds til samræmis við ákvörðun sjóðfélaga eins fljótt og kostur er og eigi síðar en tveimur almanaksmánuðum frá því að tilkynning berst með sannanlegum hætti. Ákvörðun um breytingu á ráðstöfun iðgjalds til framtíðar hefur ekki áhrif á þegar ráðstafað iðgjald. |