Þátttaka í lífeyrissjóði er hluti af starfskjörum launamanna á Íslandi. Um það hefur verið samið í kjarasamningum milli samtaka atvinnurekenda og launamanna. Þessi skipan mála hefur verið staðfest með lögum um skyldutrygginga lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.
Almennu lífeyrissjóðirnir eru byggðir á kjarasamningum og þar með aðild launamanna að tilteknum lífeyrissjóði. Sjóðirnir eru skyldugir að tryggja alla launamenn sem eiga rétt á aðild að viðkomandi sjóði, skv. kjarasamningi. Á sama hátt eru launamenn sem falla undir tiltekinn kjarasamning skyldugir að greiða í viðkomandi lífeyrissjóð.
Almenn lög og reglugerðir um lífeyrissjóði
Reglugerð nr. 590/2017 um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða
Á vef Fjármálaeftirlitsins er að finna leitarvél þar sem hægt er að nálgast yfirlit um lög og reglugerðir sem gilda um starfsemi lífeyrissjóðsins, sem og reglur, leiðbeinandi tilmæli, umræðuskjöl og túlkanir sem Fjármálaeftirlitið gefur út.