Framsal, eftirlit og gerðardómur
7. |
Bann við framsali og veðsetningu lífeyris |
|
7.1 |
Réttur til lífeyris verður eigi af hendi látinn né veðsettur. |
8. |
Málsmeðferð og gerðardómur |
|
8.1 |
Vilji sjóðfélagi ekki una úrskurði sjóðsstjórnar í máli er hann varðar og hann eða umboðsmaður hans hefur skotið til hennar, getur hann vísað því til gerðardóms innan þriggja mánaða frá því að tilkynnt var um úrskurðinn. Gerðardómurinn skal skipaður þremur mönnum, einum tilnefndum af sjóðfélaga, einum tilnefndum af Stapa lífeyrissjóði og oddamanni tilnefndum af Héraðsdómi Norðurlands eystra. Gerðardómurinn skal úrskurða í málinu á grundvelli þeirra krafna, sönnunargagna, málsástæðna og annarra upplýsinga sem lágu fyrir sjóðstjórn er hún tók ákvörðun um málið. Komi fram nýjar kröfur, sönnunargögn og málsástæður við meðferð málsins fyrir gerðardómi skal málinu vísað aftur til sjóðstjórnar til endurupptöku. Sjóðstjórn er skylt að taka málið upp að nýju til úrskurðar. Gerðardómurinn skal hafa lokið við að leggja dóm innan eins mánaðar frá því að öll gögn eru fram komin í máli. Úrskurður gerðardómsins er bindandi fyrir báða aðila. Málskostnaði skal skipt milli málsaðila eftir mati dómsins, en þó skal sjóðfélagi ekki greiða meira en 1/3 málskostnaðar. Um málsmeðferð fyrir gerðardómnum fer samkvæmt lögum um samningsbundna gerðardóma. |
9. |
Eftirlit |
|
9.1 |
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi lífeyrissjóðsins í samræmi við lög nr. 129/1997 og lög nr. 87/1998. |