Stapi lífeyrissjóður veitir sjóðfélagalán til einstaklinga á grundvelli laga um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016. Markmið laganna er að stuðla að ábyrgum lánveitingum og sporna við óhóflegri skuldsetningu neytenda.
Lánveitandi á að veita neytanda upplýsingar um fasteignalán á stöðluðu formi svo hann getir borið saman lán sem er í boði á markaði, metið eiginleika þeirra og tekið upplýsta ákvörðun um lántöku. Einnig ber að veita upplýsingar um þróun vaxta, verðlags og tekna sem og upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði.
Áður en samningur um fasteignalán er gerður ber lánveitanda að meta lánshæfi og greiðslugetu neytanda. Til þess að framkvæma greiðslumat kallar lánveitandi eftir upplýsingum frá neytanda t.d. um tekjur, framfærslu, eignir og skuldir. Í lögunum er jafnframt kveðið á um að lánveitandi skuli aðeins veita lán ef hann telur líklegt að neytandi geti staðið í skilum að teknu tilliti til niðurstöðu lánshæfis- og greiðslumats.
Lögin kveða á um ýmis réttindi til hagsbóta fyrir neytendur og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér þau vel.
Neytendastofa annast eftirlit með lögunum og eru ýmsar upplýsingar tengdar þeim að finna á vef Neytendastofu. Þar er m.a. hægt að finna upplýsingar um þróun vaxta og verðlags ásamt áhrifum þess á greiðslubyrði og höfuðstól lána.
Ef þú hefur kvartanir fram að færa vinsamlegast hafðu samband við Stapa lífeyrissjóð í síma 460 4500 eða á netfangið lan@stapi.is sem veitir nánari upplýsingar um meðhöndlun kvartana.
Ef við leysum ekki úr kvörtuninni innanhúss með fullnægjandi hætti að þínu mati, getur þú einnig haft samband við:
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, Katrínartún 2, 105 Reykjavík.
Sími 520-3888. Tölvupóstur: urskfjarm@fme.is
Í slíkum tilfellum er mögulegt að óska eftir úrskurði í samræmi við reglur nefndarinnar. Úrskurðarnefndin kveður upp rökstudda úrskurði. Heimilt er að leggja mögulegan ágreining fyrir dómstóla með venjubundnum hætti.