Innheimtuferli

Gjalddagi og eindagi sjóðfélagalána er fyrsti dagur hvers mánaðar. Ef greitt er eftir gjalddaga/eindaga reiknast dráttarvextir frá þeim tíma til greiðsludags.

Vanskil

Ef vanskil verða á afborgun lána eru send út eftirtalin bréf með tilheyrandi kostnaði.

 

 

Innheimtukostnaður sjóðsins vegna lána getur mest orðið 950 kr. áður en lán er sent til milliinnheimtu. Þegar lán fer í milliinnheimtu bætist við aukinn kostnaður samkvæmt gjaldskrá viðkomandi innheimtuaðila. 

Ofangreindur innheimtukostnaður á stoð í reglugerð nr. 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. eins og henni hefur verið breytt með reglugerðum nr. 133/2010 og nr. 401/2015, sbr. einnig 21. gr. innheimtulaga nr. 95/2008.