Eftirlaun

Með greiðslum í Stapa lífeyrissjóð vinna sjóðfélagar sér inn rétt til eftirlaunagreiðslna frá sjóðnum. Viðmiðunar eftirlaunaaldur hjá sjóðunum er 67 ára en sjóðfélagi getur hafið töku eftirlauna frá 60 ára aldri.

Breytingar verða á upphæð eftirlauna eftir því hvenær sjóðfélagi kýs að hefja töku, þannig lækka greiðslur til þeirra sem hefja töku lífeyris fyrir 67 ára aldur en hækka fyrir þá sem hefja töku eftir 67 ára aldur.

Sjóðfélögum er heimilt að byrja töku lífeyris þó þeir séu ennþá á vinnumarkaði, ef iðgjöld berast fyrir sjóðfélaga eftir að hann hefur töku lífeyris þá eru ný réttindi reiknuð inn í upphæð eftirlauna við 67 ára aldur og aftur við 70 ára aldur.