Lífeyrisgreiðslur, lífeyrisréttindi og annað í tilgreindri séreignardeild
33. |
Lífeyrisgreiðslur |
|
33.1 |
Sjóðfélaga er heimilt að hefja úttekt úr tilgreindri séreignardeild frá 62 ára aldri og skulu greiðslur að lágmarki dreifast fram til 67 ára aldurs. Óski rétthafi þess er heimilt að víkja frá fyrrgreindum endurgreiðslutíma ef innstæðan er undir 500.000 kr. Viðmiðunarfjárhæð þessi breytist árlega í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar miðað við grunnvísitöluna 173,5 stig. |
|
33.2 |
Rétthafi, sem vegna örorku verður að hætta störfum áður en hann nær 62 ára aldri, á rétt á að fá inneign sína í tilgreindri séreignardeild greidda með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á eigi skemmri tíma en 7 árum. Nú er örorkuprósentan lægri en 100% og lækkar þá árleg útborgun í hlutfalli við lækkun örorkuprósentunnar og úttektartíminn lengist samsvarandi. Óski rétthafi þess er heimilt að víkja frá fyrrgreindum endurgreiðslutíma ef innstæðan er undir 500.000 kr. Viðmiðunarfjárhæð þessi breytist árlega í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar miðað við grunnvísitöluna 173,5 stig. |
34. |
Lífeyrisréttindi |
|
34.1 |
Iðgjöld sem greidd eru í tilgreinda séreignardeild skulu vera séreign þess rétthafa er greiðir. Framlag í tilgreinda séreignardeild gefur ekki rétt til fyrirfram ákveðins lífeyris heldur skal útborgun úr sjóðnum vera í samræmi við inneign hvers og eins.
|
|
34.2 |
Við andlát rétthafa öðlast erfingjar hans rétt til innstæðunnar eftir reglum erfðalaga. Láti rétthafi ekki eftir sig börn eða maka, skal innstæðan renna til dánarbús rétthafa án takmarkana 2. msl. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 129/1997.
|
|
34.3 |
Rétthöfum er óheimilt að framselja, veðsetja eða á annan hátt ráðstafa innstæðu eða réttindum í tilgreindri séreignardeild nema slíkt sé sérstaklega heimilað skv. lögum nr. 129/1997. |
35. |
Annað |
|
35.1 |
Stjórn sjóðsins er heimilt að bjóða upp á eina eða fleiri ávöxtunarleiðir í tilgreindri séreignardeild. Móta skal sérstaka fjárfestingarstefnu fyrir hverja einstaka ávöxtunarleið í samræmi við ákvæði 36. gr. laga nr. 129/1997. Ef boðið er upp á fleiri en eina ávöxtunarleið tilkynnir sjóðfélagi um val milli leiða með tilkynningu til sjóðsins á formi sem sjóðurinn ákveður. Bjóði sjóðurinn upp á fleiri en eina ávöxtunarleið fyrir getur sjóðfélagi óskað eftir flutningi á milli ávöxtunarleiða eftir þeim reglum sem stjórn sjóðsins setur.
|
|
35.2 |
Rekstur tilgreindrar séreignardeildar er fjárhagslega aðskilinn rekstri sjóðsins og annarra deilda. Sameiginlegum kostnaði skal skipt með eðlilegum og ótvíræðum hætti milli rekstrarþátta deilda sjóðsins. Heimilt er að varsla og reka eignasafn tilgreindrar séreignardeildar ásamt eignasafni annarra deilda sjóðsins. Sérhver deild á þá hlutfallslegt tilkall til eignasafnsins og tekur hlutfallslega þátt í kostnaði. |