Ávöxtunarleið

Sjóðurinn býður enn sem komið er upp á eitt safn í tilgreindri séreignardeild, varfærna safnið. Í safninu er áhersla á að fjárfesta í vel seljanlegum eignum m.a. til að koma í veg fyrir að safnið lendi í erfiðleikum ef innlausnir reynast miklar. 

Tilgreinda varfærna safnið er fyrir þá sjóðfélaga, sem vilja tryggja sér jafna og stöðuga ávöxtun, með hóflegri áhættu. Lykilupplýsingablað tilgreinda varfærna safnsins.

 

Fjarfestingarstefna - Tilgreinda varfæna safnið

Eignaflokkur

Vægi 30.9.2023

Markmið um vægi í árslok 2024 Vikmörk
Ríkisskuldabréf 31% 18% 0-100%
Önnur markaðsskuldabréf 26% 25% 0-40%
Innlend hlutabréf 17% 20% 0-30%
Erlend skuldabréf 0% 5% 0-40%
Erlend hlutabréf 26% 30% 0-40%
Erlendir marksjóðir 0% 0% 0-20%
Skammtímabréf og innlán 0% 2% 0-100%
þ.a. erlend verðbréf samtals 26% 35%

0-50%