Tvisvar sinnum á ári sendir Stapi lífeyrissjóður út yfirlit til launagreiðenda. Yfirlitin eru vistuð á vef launagreiðenda undir „Skjöl“.
Hægt er að sækja um veflykil á vefnum og birtist hann þá í netbanka launagreiðanda. Sami veflykill og notaður er við rafræn skil á skilagreinum veitir aðgang að vefnum. Undir liðnum „stillingar“ er hægt að setja inn netfang og fá tilkynningar þegar ný yfirlit eru gefin út.
Yfirlitin eru send út til þess að launagreiðandi geti stemmt af hreyfingar í eigin launakerfi við iðgjaldaskil til Stapa. Athugasemdir óskast gerðar innan 10 daga frá dagsetningu yfirlitsins, annars telst launagreiðandi hafa staðfest að allar greiðslur og skilagreinar sem berast áttu sjóðnum á tímabilinu séu á yfirlitinu. Fljótlega eftir að yfirlit eru send launagreiðendum eru yfirlit send sjóðfélögum Það er því allra hagur að skil á iðgjöldum séu rétt.
Vinsamlega hafið samband við sjóðinn ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir.