Sækja um lán

Ert þú með lánsrétt hjá Stapa?

Lánsrétt eiga sjóðfélagar sem greitt hafa til Stapa að upppfylltum öðrum viðmiðum Stapa um lánveitingu hverju sinni.

Þeir sjóðfélagar sem sjálfir eiga að standa skil á iðgjöldum sínum til sjóðsins koma því aðeins til greina við úthlutun lána, að þeir séu skuldlausir við sjóðinn, þegar umsókn berst skrifstofu sjóðsins.

Ef þú ert ekki viss um hvort þú eigir lánsrétt hjá Stapa er hægt að skrá sig inn á sjóðfélagavef Stapa og skoða hvort lánsréttur er til staðar sbr. ofangreint eða hafa samband á netfangið lan@stapi.is og við skoðum málið fyrir þig.

Ef um fasteignakaup er að ræða

Ef fjármögnun er vegna fasteignakaupa þarf kauptilboð að fylgja greiðslumati. Stapi býður ekki upp á bráðabirgðagreiðslumat.

Áður en sótt er um lán

Ef par sem er ekki skráð í sambúð ætlar að fara saman í greiðslumat, þá er ekki hægt að sækja um greiðslumat í þessu kerfi. Þá þarf að skila undirritaðri umsókn ásamt fylgiskjölum til Stapa.

Ef um hjón/sambýlisfólk er að ræða og annar aðilinn er skráður 100% fyrir íbúðarhúsnæðinu sem stendur til að veðsetja, þá þarf sá hinn sami að vera með lánsrétt hjá sjóðnum.

Ef um hjón/sambýlisfólk er að ræða og eignahlutur skiptist á báða aðila, þá er nóg að annar aðilinn sé með lánsrétt.

Kostnaður

Kostnaður við greiðslumat hjóna/sambúðarfólks er 16.700 kr. og 8.400 kr. fyrir einstakling. Þegar greiðslumat er hafið þá þarf að greiða þennan kostnað og er hann ekki endurgreiddur, þó svo að lánsréttur sé ekki til staðar.

Greiðslumat

Þegar sótt er um lán flytjast sjóðfélagar á vef Creditinfo þar sem greiðslumat er framkvæmt.

 

          Sækja um lán  og greiðslumat