Ef sjóðfélagi, sem greitt hefur til tryggingadeildar sjóðsins, fellur frá og lætur eftir sig maka á makinn rétt á makalífeyri miðað við áunnin réttindi. Til að viðbótarréttur með framreikningi stofnist þarf hann að hafa uppfyllt a.m.k. eitt eftirtalinna skilyrða:
Makalífeyrisréttindi eru hverju sinni 50% af eftirlauna- eða örorkulífeyrisréttindum sjóðfélagans, hvort sem gefur hærri rétt við fráfall. Venjulega miðast makalífeyririnn við eftirlaunarétt þegar fráfall verður eftir að sjóðfélagi hefur náð eftirlaunaaldri, en við örorkulífeyrisrétt þegar sjóðfélaginn fellur frá áður en eftirlaunaaldri er náð. Sé makalífeyrir miðaður við örorkulífeyrisrétt hins látna sjóðfélaga eru réttindi til framreiknings talin með, enda séu slík réttindi fyrir hendi.
Réttur til makalífeyris fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar, sem jafna má til hjúskapar, en gengur aftur í gildi ef síðara hjónabandinu eða sambúðinni er slitið án réttar til lífeyris.
Maki sjóðfélaga telst sá eða sú sem var í hjúskap með sjóðfélaga eða óvígðri sambúð sem jafna má til hjúskapar, enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát. Með óvígðri sambúð er átt við óvígða sambúð tveggja einstaklinga sem eiga sameiginlegt lögheimili, eru í samvistum, eiga barn saman eða konan er þunguð eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. tvö ár.
Fullur makalífeyrir skal alltaf greiddur í 36 mánuði og hálfur makalífeyrir í 24 mánuði eftir það. Láti sjóðfélagi eftir sig barn, eitt eða fleiri, sem er innan 20 ára aldurs skal fullur makalífeyrir alltaf greiddur fram að 20 ára aldri yngsta barns. Sé eftirlifandi maki 50% öryrki eða meira og yngri en 65 ára við andlát sjóðfélaga, skal fullur makalífeyrir greiddur meðan sú örorka varir en þó ekki lengur en til 67 ára aldurs.
Nei, slík skipting hefur ekki áhrif á makalífeyrisrétt. Makalífeyrir miðast við öll áunnin eftirlaunaréttindi, þar með talin þau réttindi sem sjóðfélagi kann að hafa afsalað sér til maka í samræmi við reglur um skiptingu eftirlaunaréttinda.