Þann 2. september sl. afgreiddi stjórn Stapa lífeyrissjóðs 6. mánaða uppgjör sjóðsins á fundi sínum.
Ársávöxtun tryggingadeildar sjóðsins á tímabilinu var 5,3% og raunávöxtun 3,0%. Ávöxtun leiða séreignardeildar var sem hér segir: Leið I -0,5%, Leið II -0,2% og Leið III 4,6%. Samsvarandi raunávöxtunartölur voru: -2,7%, -2,4% og 2,3%.
Alls greiddu 16.223 sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu. Iðgjöld til tryggingadeildar voru 3.068 millj. króna og iðgjöld til Séreignadeildar 71 millj. króna.
Lífeyrisgreiðslur tryggingadeildar námu 1.998 millj. króna og lífeyris- og útgreiðslur séreignadeildar námu 148 millj. króna, þar af 87 millj. kr. vegna heimildar til sérstakrar útborgunar skv. lögum.
Hrein eign tryggingadeildar til greiðslu lífeyris í lok júní sl. nam 144.158 millj. króna og hrein eign Séreignar nam á sama tíma 4.096 millj. króna.