70 ára lífeyristökualdur 2041?

Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur og framkvæmdastjóri Talnakönnunar, telur útlit fyrir að 2041 verði lífeyristökualdur á Íslandi kominn í 70 ár.

Hann hefur fjallað um málið á samkomum lífeyrissjóða undanfarnar vikur og telur líklegt að ákveðið verði að hækka lífeyristökualdur um tvo mánuði á ári og síðan einn mánuð á ári þar til því marki verði náð að eignir lífeyrissjóða standi undir lífeyrisskuldbindingum þeirra.

Þetta kemur fram í Vefflugunni, vefriti Landssamtaka lífeyrissjóða.