Afkoma Stapa lífeyrissjóðs síðustu árin

Lífeyrissjóðum er ætlað að ávaxta fjármuni sjóðfélaga í mismunandi tegundum eigna. Það er kallað að dreifa áhættu, eða það sem stundum er sagt, að setja ekki öll eggin í sömu kröfu. Ástæðan er sú að framtíðin er óviss og erfitt að sjá fyrir hver þróun í einstaka eignaflokkum verður enda ávöxtun þeirra ólík frá einu tímabili til annars. Þannig kemur það oft fyrir að ríkisskuldabréf lækka í verði þegar hlutabréf hækka og öfugt, svo dæmi sé tekið. Lífeyrissjóðum er ætlað að ávaxta fjármuni sjóðfélaga í mismunandi tegundum eigna. Það er kallað að dreifa áhættu, eða það sem stundum er sagt, að setja ekki öll eggin í sömu kröfu. Ástæðan er sú að framtíðin er óviss og erfitt að sjá fyrir hver þróun í einstaka eignaflokkum verður enda ávöxtun þeirra ólík frá einu tímabili til annars. Þannig kemur það oft fyrir að ríkisskuldabréf lækka í verði þegar hlutabréf hækka og öfugt, svo dæmi sé tekið.

Þegar árangur og afkoma lífeyrissjóða er skoðuð þarf að líta til eignasafnsins í heild. Þá ber að varast að horfa of mikið á stutt tímabil þar sem sveiflur geta oft verið öfgafullar bæði upp og niður.

Á árununum fyrir hrun urðu miklar hækkanir á mörgum tegundum eigna á Íslandi. Þessi óeðlilegu hækkanir, sem hafa verið kallaðar eignabóla, enduðu svo með hruni fjármálakerfisins haustið 2008. Í kjölfarið fylgdu fjöldagjaldþrot fyrirtækja og stórfelldir erfiðleikar fyrir mörg íslensk heimili. Samfélagið er enn í sárum eftir það sem gerðist á þessum tíma.

Nauðsynlegt er hins vegar að skoða þennan tíma í samhengi. Hinar miklu hækkanir sem áttu sér stað fyrir hrun og síðan lækkanir og eignarýrnun eftir hrun eru nátengd og hluti af sama fyrirbæri.


Hér fyrir neðan má sjá töflu yfir afkomu Stapa lífeyrissjóðs í helstu eignaflokkum á árunum 2004 til 2009. Með því móti viljum við skoða bóluárin fyrir hrun og hrunárin saman. Hér er eingöngu verið að skoða fjármagnstekjur á þessum tíma. Tölurnar eru í milljónum króna.

Þegar afkoma í einstökum eignaflokkum er skoðuð verður bæði að líta til hækkana og lækkana og meta þær saman. Ef eingöngu er litið til lækkana og afskrifta fæst ekki raunsönn mynd. Einnig verður að líta til þeirra hækkana og tekna sem viðkomandi eignaflokkar gáfu af sér.

Eins og sést eru fjármagnstekjur jákvæðar öll árin og í heild eru þær jákvæðar um 38,8 milljarða króna á tímabilinu. Aðeins einn eignaflokkur - markaðsskuldabréf – er með neikvæða afkomu á tímabilinu. Þar varð tjón sjóðsins mest, en til þessa eignaflokks teljast skuldabréf fjármálafyrirtækja, rekstrarfyrirtækja og sveitarfélaga. Allir aðrir eignaflokkar eru að skila jákvæðri afkomu.

Eignaflokkar:

2004

2005

2006

2007

2008

2009

Samtals

Innlend hlutabréf

3.946

5.769

2.052

635

-3.554

-58

8.790

Markaðsskuldabréf

786

838

1.792

1.245

-4.942

-1.848

-2.130

Ríkisskuldabréf

1.170

1.350

1.841

1.274

3.533

3.029

12.196

Skuldabréf sjóðfélaga

112

86

114

90

139

78

619

Aðrar innlendar eignir

1.333

1.235

1.055

819

2.218

323

6.983

Erl. eignir+gjaldmiðlavarnir

525

696

4.566

480

2.917

384

9.568

Séreignardeild

302

320

382

276

745

740

2.765

Samtals fjármagnstekjur

8.174

10.294

11.799

4.819

1.057

2.648

38.791



Efnahagssveiflur og sveiflur á fjármálamörkuðum eru ekki bundnar við Ísland. Fjármálakreppan er ekki eingöngu íslenskt fyrirbæri, þótt sveiflurnar hér hafi verið öfgakenndari en annarsstaðar, og endað með hruni og fjöldagjaldþrotum.

Til að meta frammistöðu íslensku lífeyrissjóðanna, er ekki óeðlilegt að bera hana saman við það sem gerðist erlendis á sama tíma. Almennt var afkoma sjóðanna  nálægt meðaltali lífeyrissjóða í OECD ríkjunum, sem eru þau ríki sem við helst berum okkur saman við.

Fróðlegt er einnig að bera afkomu okkar saman við afkomu norska Olíusjóðsins, sem nú orðið heitir Lífeyrissjóður norska ríkisins, en hann hefur stundum verið tekinn sem fyrirmynd fyrir aðra lífeyrissjóði, enda stærsti lífeyrissjóður í heimi. Hér er bæði sýnd ávöxtun áður en tekið hefur verið tillit til verðbólgu (nafnávöxtun) og eftir að tekið hefur verið tillit til verðbólgu (raunávöxtun):

 

2004

2005

2006

2007

2008

2009

Meðaltal

Stapi lífeyrissj. - nafnávöxtun

17,8%

18,7%

16,2%

5,3%

0,2%

1,9%

9,9%

Stapi lífeyrissj. - raunávöxtun

13,3%

14,0%

8,6%

-0,6%

-13,9%

-6,2%

2,1%

Líf.sj. norska ríkisins – nafnávöxtun

8,9%

11,1%

7,9%

4,3%

-23,3%

25,6%

4,7%

Líf.sj. norska ríkisins – raunávöxtun

7,9%

9,3%

5,5%

3,4%

-26,1%

23,0%

2,7%


Eins og sést er afkoma norska sjóðsins lakari (tapið meira) árið 2008, þegar fjármálakreppan skall á með fullum þunga. Í heildina er raunávöxtun norska sjóðsins heldur betri yfir tímabilið eða 2,7% borið saman við 2,1% raunávöxtun Stapa. Munurinn liggur fyrst og fremst í árinu 2009 þegar markaðir erlendis komu mjög sterkt til baka. Það gerðist ekki á Íslandi, eins og kunnugt er og gjaldeyrishöft hafa takmarkað möguleika sjóðanna til að fjárfesta erlendis eftir hrun. Ef aðeins er litið til áranna 2004 til 2008 er meðal raunávöxtun Stapa jákvæð um 3,7% á meðan meðal raunávöxtun norska sjóðsins fyrir sama tímabil er neikvæð um 1%.

Þetta er aðeins einn samanburður af mörgum mögulegum og ekki endilega betri eða verri en einhver annar. Það er hins vegar mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi, ef meta á frammistöðu íslenskra lífeyrissjóða.