Ársfundur Stapa

Ársfundur sjóðsins var haldinn á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit í gær. Ársfundur sjóðsins var haldinn á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit í gær. Á fundinum flutti Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður skýrslu stjórnar og Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri skýrði ársreikning sjóðsins.  Allnokkrar fyrirspurnir bárust um rekstur sjóðsins, ferðir og kjör starfsmanna og svöruðu framkvæmdastjóri og stjórnarformaður fyrirspurnum. Jóna Finndís Jónsdóttir sjóðstjóri kynnti fjárfestingarstefnu og nýja heimasíðu sjóðsins. Þá voru kosnir stjórnarmenn skv. samþykktum sjóðsins, endurskoðandi og tillaga stjórnar um stjórnarlaun var samþykkt með þorra greiddra atkvæða. Tillagan gerði ráð fyrir 10% lækkun frá fyrra ári.

Glærur frá ársfundinum (3,0 MB).

Fundargerð ársfundar