Ársfundur Stapa og tillögur að samþykktarbreytingum

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl n.k. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst kl. 14:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning ársfundar
  2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla ársreikning og tryggingafræðilegt mat
  3. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning löggilts endurskoðanda
  7. Ákvörðun um laun stjórnar
  8. Önnur mál

 Ársreikning sjóðsins fyrir árið 2014 má nálgast hér.

 Gögn er varðar tillögur fyrir ársfund sjóðsins um breytingar á samþykktum hans má finna hér:

Mikilvægt er að aðildarfélög og ársfundarfulltrúar kynni sér vel þær tillögur, sem afgreiða á á fundinum. Sérstaklega er vakin athygli á tillögum til breytinga á samþykktum, en þar er gerð tillaga um verulega breytingu á því hvernig réttindi ávinnast í sjóðnum.  Tillögurnar eru í samræmi við hugmyndir um breytingar á réttindaávinnslukerfi sjóðsins sem kynntar hafa verið á fundum hjá aðildarfélögum hans. Ef óskað er frekari upplýsinga eða skýringa þá vinsamlega hafið sambandi á stapi@stapi.is