Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur staðfest ársreikning sjóðsins fyrir árið 2022. Um síðustu áramót var hrein eign til greiðslu lífeyris um 349 milljarðar króna og lækkaði um u.þ.b. 8 milljarða króna frá fyrra ári.
Ávöxtun eigna Stapa árið 2022 var sú slakasta frá árinu 2008 eða sem nemur -12,6% raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu fimm ár er um 3,7%.
Greiddir voru um 9,1 milljarður króna í lífeyri úr tryggingadeild sjóðsins til um 12.000 lífeyrisþega. Voru þetta um 14,9% hærri greiðslur en árið á undan en á sama tíma fjölgaði lífeyrisþegum um 3,6%.
Alls greiddu rúmlega 22.000 sjóðfélagar hjá rúmlega 3.700 launagreiðendum iðgjöld til tryggingadeildar á árinu en iðgjöld námu um 15,8 milljörðum króna og hækkuðu um 14,6% á milli ára. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem greiddu iðgjöld í mánuði hverjum var um 15.600.
Hrein eign séreignardeildar var 7.732 milljónir króna og lækkaði um 8,2% frá fyrra ári. Séreignardeildin býður upp þrjú ávöxtunarsöfn, Innlána safnið, Varfærna safnið og Áræðna safnið og nam hrein raunávöxtun safnanna -6,7%, -16,0% og -17,5% á árinu. Hrein eign tilgreindrar séreignardeildar nam 548 milljónum króna í lok árs.
Ársreikninginn í heild sinni má finna hér