Árið 2009 var erfitt rekstrarár fyrir Stapa lífeyrissjóð. Afkoma Trygginga- deildar sjóðsins var slök annað árið í röð og er tryggingafræðileg staða deildarinnar erfið. Þrátt fyrir varfærið mat á eignum í árslok 2008 reyndist staðan vera mun verri en gert var ráð fyrir og hafði töluverð áhrif á afkomu ársins 2009. Þá varð sjóðurinn fyrir miklu áfalli um mitt sumar 2009 þegar í ljós kom að lögmannsstofa sem unnið hefur fyrir sjóðinn til margra ára, lýsti kröfum í þrotabú Straums Burðaráss Fjárfestingarbanka hf. eftir að kröfulýsingarfrestur var útrunninn. Strax í kjölfarið var sett af stað mikil vinna til að reyna að koma kröfunni að og er enn í dag ekki útséð um hvort það tekst. Hins vegar er mat stjórnenda sjóðsins, að svo mikil óvissa ríki um afdrif kröfunnar, að ekki er annað verjandi en að færa hana niður að fullu. Þessi niðurfærsla hafði veruleg áhrif til hins verra á afkomu sjóðsins á árinu og gerir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins lakari um 1-2%.
Nafnávöxtun Tryggingadeildar var jákvæð um 1,9% en raunávöxtun neikvæð um 6,2%. Söfn Séreignardeildar komu vel út á árinu og var raunávöxtun Safns I 10,9%, Safns II 11,5% og Safns III 9,2% á árinu.
Ársreikningur Stapa 2009