Sjóðfélagar sem hafa nýtt sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán þurfa nú að ákveða hvort þeir vilji halda því áfram eða ekki. Mögulegt er að framlengja virkar umsóknir með einföldum hætti fyrir lok september 2023.
Umsækjandi getur skráð sig inn á www.leidretting.is og óskað eftir að gildistími umsóknar verði framlengdur. Athugið að sækja þarf um fyrir hvern og einn einstakling, hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði samsköttunar.
Ef umsókn er ekki framlengd fyrir 1. október 2023 þarf sjóðfélagi að sækja um að nýju vilji hann greiða séreign inn á húsnæðislán og gilda umsóknir þá aðeins frá þeim mánuði sem þær berast.
Frekari leiðbeiningar má finna í fréttatilkynningu um framlenginguna á vef Skattsins.