Auglýst eftir kynningar- og upplýsingafulltrúa

Stapi lífeyrissjóður óskar eftir starfsmanni í nýtt og spennandi starf kynningar- og upplýsingafulltrúa. Í starfinu felast tækifæri til að móta þau verkefni sem starfið felur í sér. Viðkomandi þarf að hafa mikinn áhuga á öflugu upplýsingaflæði og vilja og getu til að skila af sér góðu verki. Starfið er á Akureyri.

Starfssvið:

Umsjón með heimasíðu og fréttabréfum
Samantekt og ritstýring á skýrslum og kynningarefni bæði innan sjóðsins og til ytri aðila
Undirbúningur funda og kynninga
Verkefnastjórnun hvað varðar utanumhald á gögnum og framsetningu
Mikil innri og ytri samskipti
Umsjón með viðhorfskönnunum

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af uppsetningu á skýrslum, framsetningu efnis og söfnun gagna, ekki síst tölulegra gagna
Reynsla af vinnu við heimasíðu æskileg og góð tölvukunnátta nauðsynleg
Góð mannleg samskipti
Traust og góð framkoma
Dugnaður, samviskusemi og jákvæðni
Frumkvæði og hugmyndaauðgi
Framúrskarandi hæfni í tjáskiptum í ræðu og riti á ensku og íslensku

Stapi lífeyrissjóður er almennur lífeyrissjóður með um 145 milljarða króna í eignum. Starfssvæði sjóðsins nær frá Hrútafirði í vestri að Skeiðarársandi í austri. Sjóðurinn nær þannig til allra byggðakjarna á Norður- og Austurlandi. Sjóðfélagar eru almennt launafólk á þessu svæði, sem kemur úr ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. sjávarútvegi, verslun, þjónustu og iðnaði. Starfsmenn Stapa eru 13 og skrifstofur sjóðsins eru á Akureyri og Neskaupstað.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.