Breytingar á lögum um séreignarsparnað

 Nú í desember samþykkti Alþingi lög um breytingu er varðar séreignarsparnað og var heimild til að draga iðgjöld launþega frá tekjuskattstofni lækkuð úr 4% í 2%.  Breytingin tekur gildi frá og með áramótum og er tímabundin til ársloka 2014.

Breytingin felur í sér að hámark á framlagi launþega í séreignarsparnað er lækkað í 2% en mótframlag launagreiðanda er óbreytt eða 2%.
Breytingin gerir ekki kröfu til breytinga á núgildandi samningum um séreignarsparnað, heldur ber launagreiðanda að tryggja að framlag launafólks í séreignarsparnað verði ekki umfram 2% af iðgjaldsstofni, nema að launþegi óski sjálfur eftir því.  Það er þó ekki ráðlegt vegna tvísköttunar þar sem iðgjöld umfram 2% eru skattlögð áður en þau eru lögð inn í séreignarsjóð og einnig skattlögð við úttekt.

Breyting á lögunum er tímabundin og gildir til loka árs 2014.  Frá ársbyrjun 2015 verður heimild til frádráttar iðgjalda í séreignarsparnað frá tekjuskattstofni hækkuð á ný.  Launagreiðanda ber þá að hækka framlag launþegans á ný upp í 4% nema launþeginn óski annars.

Þrátt fyrir þessar breytingar eru launþegar hvattir til að halda áfram að greiða 2% í séreignarsparnað vegna þess mikilvæga ávinnings sem þeir hljóta af viðbótarframlagi launagreiðanda sem jafngildir viðbótarlaunum.
Vakni spurningar sjóðfélaga vegna þessa þá er sjóðfélögum bent á að hafa samband við sjóðinn í síma 460-4500 eða með fyrirspurn á stapi@stapi.is

Tilkynning á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða