Einar Ingimundarson lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og fékk lögmannsréttindi 2009. Áður hafði hann lokið B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Síðustu ár hefur Einar starfað sem héraðsdómslögmaður hjá LEX lögmannsstofu en áður var hann meðal annars framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf., forstöðumaður lögfræðisviðs og regluvörður hjá Íslenskum verðbréfum hf., aðstoðarmaður dómara, fulltrúi sýslumanns og sérfræðingur í fjárstýringu.
Einar mun hefja störf í byrjun næsta árs.
Stjórn og starfsfólk Stapa lífeyrissjóðs býður Einar velkominn til starfa.