Þrátt fyrir umræðu um slæma stöðu lífeyrissjóðanna að undanförnu þá telur Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri sjóðsins að ekki komi til skerðingar hjá Stapa. Útreikningi á tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins er ekki lokið, en að sögn Kára Arnórs er ekkert sem bendir til þess að til skerðingar komi hjá sjóðnum. Hann telur umræðu um lífeyrissjóðina að undanförnu óábyrga og óþarfi að vekja ugg hjá fólki á erfiðum tímum.