Endurhæfingarsjóður

Stapi lífeyrissjóður og Endurhæfingarsjóður hafa gert samkomulag um innheimtu á gjaldi í Endurhæfingarsjóðs sem samið var um í kjarasamningum ASÍ og SA þann 17. febrúar sl.  Mun Stapi innheimta 0,13% iðgjald af heildarlaunum þeirra sem greiða í lífeyrissjóð til sjóðsins og falla undir samningasvið SA og ASÍ. Stapi lífeyrissjóður og Endurhæfingarsjóður hafa gert samkomulag um innheimtu á gjaldi í Endurhæfingarsjóðs sem samið var um í kjarasamningum ASÍ og SA þann 17. febrúar sl.  Mun Stapi innheimta 0,13% iðgjald af heildarlaunum þeirra sem greiða í lífeyrissjóð til sjóðsins og falla undir samningasvið SA og ASÍ. Vegna þessa hefur öllum launagreiðendum verið sent bréf um innheimtu þessa en þar segir:

Þann 17. febrúar sl. undirrituðu ASÍ og SA samkomulag um Endurhæfingarsjóð sem hefur það hlutverk að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Í því sambandi var samið um að atvinnurekendur myndu frá 1. júní 2008 greiða 0,13% af heildarlaunum í sjóðinn. Í viðræðum samningsaðila og í samskiptum þeirra við stjórnvöld kom fram að skyldur Endurhæfingarsjóðs muni ná til allra launamanna og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Til þess að tryggja lagalega stöðu þessa nýja sjóðs við innheimtu á iðgjaldinu, mun hún verða með sama hætti og nú gildir um greiðslu iðgjalds til lífeyrissjóða. Með þeim hætti ætti að vera hægt að tryggja fullt samræmi milli sjóðsfélagagrunns lífeyrissjóðanna og Endurhæfingarsjóðs. Endur hæfingarsjóður og Stapi lífeyrissjóður hafa gert með sér samkomulag um innheimtu á þessum gjöldum vegna þeirra sem greiða lífeyrissjóðsiðgjöld til Stapa.