Endurskoðunarnefnd skipuð

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur skipað endurskoðunarnefnd fyrir sjóðinn í samræmi við ný ákvæði laga sem komu inn í lög um ársreikninga. Nefndinni er ætlað að hafa eftirlit með endurskoðun ársreiknings og mat á störfum endurskoðenda til að tryggja frekara öryggi og vönduð vinnubrögð við endurskoðunina. Samkvæmt reglum um störf nefndarinnar skulu tveir stjórnarmenn valdir í nefndina auk eins utanaðkomandi sérfræðings.  Í nefndina voru valin þau Sigurður Hólm Freysson formaður stjórnar, Sigrún Björk Jakobsdóttir varaformaður stjórnar og Fjóla Björk Jónsdóttir aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.