Er launagreiðandinn að skila inn iðgjöldum fyrir þig?

Sjóðfélagar hafa verið duglegir að hafa samband við sjóðinn að undanförnu og athuga hvort iðgjöldin þeirra hafi skilað sér til Stapa. Sjóðfélagar hafa verið duglegir að hafa samband við sjóðinn að undanförnu og athuga hvort iðgjöldin þeirra hafi skilað sér til Stapa. Sjóðfélagayfirlit verða send út seinna í mánuðinum og hvetjum við sjóðfélaga til þess að skoða yfirlitin sín vel og skoða hvort öll iðgjöld hafi skilað sér. Lífeyrissjóðurinn þinn ber ábyrgð á því að iðgjöldin séu greidd, að því gefnu að sjóðurinn hafi vitneskju um þau. Því er mikilvægt að sjóðfélagar fylgist sjálfir með því á yfirlitum frá sjóðnum að launagreiðendur hafi veitt sjóðnum réttar upplýsingar.

Það er ánægjulegt að segja frá því að launagreiðendur hjá Stapa eru alla jafna skilvísir og leggja metnað í að standa í skilum við sjóðinn. Það hefur þó harnað á dalnum hjá mörgum þeirra undanfarið og því hafa vanskil aukist aðeins.