28.12.2011
Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að leggja dagsektir á Stapa
lífeyrissjóð. Ástæðan er ágreiningur um túlkun á lögum með tilliti til ákvæða í
leiðbeinandi tilmælum sem eftirlitið hefur sett um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila.
Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að leggja dagsektir á Stapa
lífeyrissjóð. Ástæðan er ágreiningur um túlkun á lögum með tilliti til ákvæða í
leiðbeinandi tilmælum sem eftirlitið hefur sett um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila.
Tekið skal fram að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins snýr ekki að afhendingu gagna
eða upplýsinga frá Stapa til eftirlitsins, enda engin beiðni um afhendingu gagna frá FME fyrirliggjandi hjá Stapa og regluleg skýrsluskil eru í
góðu horfi. Ágreiningur er tæknilegs eðlis, þ.e. hann lýtur að túlkun ákveðinna lagaákvæða og hvaða
réttaráhrif leiðbeinandi tilmæli frá FME hafa. Það er mat sjóðsins að Fjármálaeftirlitinu sé hvorki nauðsynlegt
né heimilt að beita dagsektum í þessu ágreiningsefni og hefur Stapi því ákveðið að nýta sér þau
úrræði sem lög gera ráð fyrir um slíkan ágreining, að leita til dómstóla til að fá niðurstöðu um þetta
álitaefni.