Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn í gær, miðvikudaginn 1. júní, í Menningarhúsinu Hofi. Mæting á fundinn var góð en sjóðfélögum var einnig gefinn kostur á að fylgjast með fundinum í vefútsendingu. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf.
Tryggvi Jóhannsson stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar og Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmastjóri fór yfir ársreikning og áritanir ásamt því að gera grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu. Jóhann Steinar fór einnig yfir fjárfestingarstefnu og hluthafastefnu sjóðsins í fjarveru fjárfestingastjóra.
Á fundinum voru lagðar fram fjórar tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins. Einar Ingimundarson lögmaður og Jóna Finndís Jónsdóttir forstöðumaður réttindasviðs, gerðu grein fyrir þeim breytingum og voru þær allar samþykktar.
Farið var yfir starfskjarastefnu sjóðsins sem er óbreytt frá fyrra ári og var hún samþykkt samhljóða. Þá var einnig samþykkt tillaga að KPMG sem löggiltum endurskoðanda sjóðsins og tillaga að breytingu stjórnarlauna frá fyrra ári, í samræmi við hækkun á launavísitölu.
Stjórnarkjöri var lýst en stjórn sjóðsins var kosin á fulltrúaráðsfundi sjóðsins þann 4. maí sl. Stjórn Stapa lífeyrissjóðs skipa í dag:
Frá launamönnum:
Tryggvi Jóhannsson (varaformaður), Guðný Hrund Karlsdóttir, Oddný María Gunnarsdóttir og Sverrir Mar Albertsson.
Varamenn: Heimir Kristinsson og Sigríður Dóra Sverrisdóttir.
Frá launagreiðendum:
Erla Jónsdóttir (formaður), Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Unnar Már Pétursson og Valdimar Halldórsson.
Varamenn: Guðrún Ingólfsdóttir og Páll Snorrason.
Þá var í samþykkt samhljóða nefnd um laun stjórnar. Í nefndinni sitja stjórnarformaður Stapa, Jens Garðar Helgason, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir og Þórarinn G. Sverrisson.
Gögn frá ársfundinum: