Haustfundur fulltrúaráðs Stapa fór fram síðastliðinn þriðjudag, 24. nóvember. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fór fundurinn fram í gegnum fjarfundabúnað og var þátttaka fulltrúa góð.
Á fundinum fór Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri yfir þróun mála hjá sjóðnum það sem af er ári. Hann ræddi meðal annars áhrif af völdum Covid-19 á reksturinn, það helsta sem er framundan hjá Stapa ásamt því að kynna lykiltölur úr afkomu sjóðsins á fyrstu tíu mánuðum ársins.
Því næst fór Brynjar Þór Hreinsson, forstöðumaður eignastýringar yfir framvindu fjárfestingarstefnu sjóðsins á árinu auk þess að kynna fjárfestingarstefnu komandi árs.
Undir liðnum önnur mál svöruðu starfsmenn sjóðsins fyrirspurnum fulltrúa um málefni sjóðsins. Fulltrúaráði er þökkuð góð þátttaka og líflegar umræður á fundinum.
Gögn fundarins:
Glærur