Fréttir af fulltrúaráðsfundi sjóðsins

Haustfundur fulltrúaráðs Stapa fór fram í gær, 8. desember. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað og var þátttaka fulltrúa góð.

Á fundinum fór Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri yfir rekstur Stapa það sem af er ári  ásamt því að kynna lykiltölur úr afkomu sjóðsins á fyrstu tíu mánuðum ársins. Því næst fór Brynjar Þór Hreinsson, forstöðumaður eignastýringar yfir framvindu fjárfestingarstefnu sjóðsins á árinu auk þess að kynna fjárfestingarstefnu komandi árs.

Næst greindi Jóhann Steinar frá nýrri spá um lífslíkur frá Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga sem nýverið var lögð fram, áætluð áhrif hennar á tryggingafræðilega stöðu Stapa og hugsanlegar mótvægisaðgerðir.

Undir liðnum önnur mál fór Jóhann Steinar yfiir möguleika sjóðfélaga til að hafa áhrif á störf sjóðsins og í framhaldi þess svöruðu starfsmenn sjóðsins fyrirspurnum fulltrúa um málefni sjóðsins. Fulltrúaráði er þökkuð góð þátttaka og líflegar umræður á fundinum.

Gögn fundarins:
Glærur