Stjórn Stapa boðar til fulltrúaráðsfundar í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 19. nóvember kl. 16:00. Fulltrúar atvinnurekenda og forsvarsmenn aðildarfélaga hafa fengið sent fundarboð í tölvupósti.
Fulltrúaráðið er samkvæmt samþykktum sjóðsins skipað þeim aðilum sem voru fulltrúar launamanna og atvinnurekenda á ársfundi sjóðsins í maí síðastliðnum.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Lykiltölur úr rekstri og framvinda fjárfestingarstefnu
Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa
Réttindakerfi Stapa
Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs Stapa
Aukið hlutverk fulltrúaráðs
Einar Ingimundarson, lögfræðingur Stapa
Vakin er athygli á að haustfundir fulltrúaráðs gera ekki ráð fyrir atkvæðagreiðslum. Þar sem starfssvæði sjóðsins er mjög víðfeðmt býður Stapi aðildarfélögum upp á upplýsingafundi þar sem farið verður yfir sama efni og á framangreindum fulltrúaráðsfundi. Vinsamlegast hafið samband við Jóhann Steinar (johann@stapi.is) til að óska eftir slíkum fundi.