Þann 1. júlí sl. tóku gildi lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Þeir sem keyptu sína fyrstu fasteign eftir 1. júlí 2014 geta sótt um þetta úrræði. Með lögunum er veittur réttur til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst sem innborgun eða til að greiða niður höfuðstól og afborganir lána sem tekin eru vegna kaupa á fyrstu íbúð.
Lykilatriði laganna eru:
Sækja þarf um úttekt séreignarsparnaðar á vef ríkisskattstjóra innan tólf mánaða frá undirritun kaupsamnings um fyrstu íbúð eða frá því að nýbygging fær fasteignanúmer hjá Þjóðskrá Íslands.
Þeir sem keyptu sína fyrstu fasteign á tímabilinu 1. júlí 2014 - 30. júní 2017 eða hafa verið að nýta sér bráðabirgðaúrræðið geta sótt um að færa sig í nýja úrræðið en sækja þarf um það fyrir 1. janúar 2018.
Sækja þarf um fyrir hvern og einn einstakling, hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði samsköttunar.
Allar upplýsingar um úrræðið er að finna á heimasíðu RSK og leiðbeiningavef RSK.