Gagnlegir fundir

Nú stendur yfir fundarherferð sem stjórn Stapa boðaði til í kjölfar skýrslu Nú stendur yfir fundarherferð sem stjórn Stapa boðaði til í kjölfar skýrslu úttektarnefndar um fjárfestingar í aðdraganda bankahrunsins 2008.   Fundir hafa verið haldnir á Húsavík og Blönduósi og hafa í kjölfar framsagna skapast líflegar umræður.

Fram kemur á heimasíðu Framsýnar hjá Aðalsteini Árna Baldurssyni formanni Framsýnar að fundurinn hafi verið gagnlegur. 
„ Staðan var skýrð út á mannamáli og hinum almenna sjóðsfélaga gafst kostur á að tala milliliðalaust við stjórnendur sjóðsins og segja sína skoðun. Að mínu viti hefur umræðan um lífeyrissjóðina verið á margan hátt ósanngjörn, hitt er svo annað mál ýmislegt má bæta í kerfi íslenskra lífeyrissjóða og mér sýnist að sjóðirnir séu í gagngerri naflaskoðun.“  segir Aðalsteinn Árni á heimasíðu Framsýnar.

Ásgerður Pálsdóttir formaður Stéttarfélagsins Samstöðu sagði á heimasíðu félagsins, í kjöfar fundarins á Blönduósi, að ljóst sé að margi velti fyrir sér lífeyrismálum.  „Já, ég verð vör við aukinn áhuga fólks á sínum lífeyrisréttindum, enda eru verulegir hagsmunir í húfi fyrir flesta. Mín tilfinning er sú að ungt fólk hugsar talsvert um þessa hluti, sem er mikið fagnaðarefni. Ég hvet alla til að fylgjast með sínum réttindum og leita sér upplýsinga ef eitthvað er óljóst.“ segir Ásgerður á heimasíðu Samstöðu.

„Lífeyrissjóðirnir í landinu urðu allir fyrir miklum skakkaföllum í kjölfar hruns bankanna. Sem betur er Stapi að rétta úr kútnum á nýjan leik. Erfiðleikarnir eru þó ekki að baki. Fjármálamarkaðurinn mjög þungur um þessar mundir, fjárfestingarkostir eru ekki margir. Við vonum auðvitað að úr rætist fljótlega, horfur Stapa til lengri tíma eru ekki slæmar að mínu viti.“ segir Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði en Þórarinn er jafnframt formaður stjórnar Stapa.  Nánar á heimsíðu Öldunnar.

Fundað verður í kvöld mánudag á Höfn, morgun á Reyðarfirði, miðvikudagskvöld á Vopnafirði og fundarherferðinni líkur með fundi á fimmtudagskvöldið á Akureyri.  Auglýsingu um fundarherferðina má nálgst hér.