Góð kjör á safni III

Samið hefur verið um kjör á Safni III í séreignarsparnaði sjóðsins. Safnið er ávaxtað í innlánum sem nú eru með ábyrgð íslenska ríkisins. Innlánið er verðtryggt og ber nú 8,05% vexti.  Vextir af láninu eru ekki fastir og munu breytast í samræmi við breytingar á vöxtum hjá íslenskum lánastofnunum. Samið hefur verið um kjör á Safni III í séreignarsparnaði sjóðsins. Safnið er ávaxtað í innlánum sem nú eru með ábyrgð íslenska ríkisins. Innlánið er verðtryggt og ber nú 8,05% vexti.  Vextir af láninu eru ekki fastir og munu breytast í samræmi við breytingar á vöxtum hjá íslenskum lánastofnunum. Þar sem safnið er ávaxtað í innlánum er það ekki háð markaðssveiflum líkt og hin söfnin sem sjóðurinn býður upp á, en Safn I og II hjá sjóðnum eru ávöxtuð í markaðsverðbréfum. Þetta þýðir að ávöxtun Safns III verður jafnari en hinna safnanna, en ekki er hægt að fullyrða að hún verði betri. Safn I er nú alfarið í ríkisskuldabréfum og Safn II er 70% í ríkisskuldabréfum og 30% í erlendum eignum.