Nýlega samþykkti Alþingi lög sem miða að því að gera þeim einstaklingum sem gátu staðið við skuldbindingar sínar fyrir bankahrunið kleift að gera það áfram. Meðal annars lækkar greiðslubyrði lána með greiðslujöfnun og sett er þak á lengingu lána sem kann að verða til vegna greiðslujöfnunar.
Greiðslujöfnun verður sjálfkrafa sett á öll verðtryggð fasteignalán frá og með gjalddaga í desember 2009. Áætlað er að með greiðslujöfnun muni greiðslubyrði lækka um allt að 17% en greiðslubyrði er mismunandi eftir eðli lána og ákvæðum í lánasamningum.
Þeir sem ekki vilja fá greiðslujöfnun á lán sín verða að tilkynna það lánveitanda sínum eigi síðar en 20. nóvember 2009. Eftir að lán er komið í greiðslujöfnun getur lántaki sagt sig frá henni með tilkynningu til lánveitanda í síðasta lagi 10 dögum fyrir næsta gjalddaga lánsins.
Sjóðfélagalán Stapa hafa um árabil verið veitt í samstarfi við bankastofnanir og bera bankastofnanir fulla ábyrgð á innheimtu lánanna. Því er sjóðfélögum sem fengið hafa slík lán bent á að snúa sér beint til þeirrar bankastofnunar sem lánasamningurinn er gerður við ef þeir kjósa ekki greiðslujöfnun. Það sama á við um þá sjóðfélaga sem fengið hafa lán eftir eldri lánareglum sjóðsins og er þeim bent á að hafa samband við þá bankastofnun sem sér um innheimtu lánsins.
Mikilvægt er að hafa í huga varðandi greiðslujöfnun:
Vert er að benda á til frekari upplýsinga