Fyrir mistök hefur Íslandsbanki sent út greiðsluseðla til launagreiðenda, sem launagreiðendur þurfa ekki að bregðast við.
Breytingar voru gerðar í netbanka launagreiðenda hjá Stapa um síðustu mánaðamót. Því miður voru kröfur Stapa þar ranglega stilltar þannig að margir launagreiðendur fengu senda greiðsluseðla frá Íslandsbanka sem ekki var ætlunin að senda út.
Kröfur stofnast eftir sem áður rafrænt í bankanum. Búið er að lagfæra stillingarnar þannig að ekki fari út fleiri bréf. Engin kostnaður fellur á greiðendur vegna þessara bréfa, ekki er um innheimtubréf að ræða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda launagreiðendum.