Nú líður að útsendingu sjóðfélagayfirlita. Samkvæmt lögum ber Stapa og öðrum lífeyrissjóðum að senda yfirlitið bréfleiðis nema að sjóðfélagi óski sjálfur eftir því á sjóðfélagavef að fá yfirlitið með rafrænum hætti.
Við viljum benda á að ef fyrrum starfsmenn eru fluttir úr landi þá geta launagreiðendur tilkynnt brottflutning viðkomandi rafrænt til Þjóðskrár Íslands.
Ef slík tilkynning er gengin í gegn, þá ættu sjóðfélagayfirlit fyrrum starfsmanna ekki að berast á rangt heimilisfang. Það fækkar endursendum yfirlitum og sparar kostnað.