Hæstiréttur snýr við dómi Héraðsdóms

Hæstiréttur felldi dag úrskurð sinn í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki). Hæstiréttur felldi dag úrskurð sinn í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki).

Í dómi Hæstaréttar er niðurstöðu héraðsdóms snúið við og kemst krafa sjóðsins því ekki að við nauðasamning ALMC hf. Krafan hafði verið færð að fullu niður í bókum sjóðsins. Niðurstaða dómsins hefur því ekki áhrif á stöðu hans eins og hún var kynnt á ársfundi sjóðsins nýlega.

"Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði, þótt við vissum alltaf að brugðið gæti til beggja vona í þessu máli. Lagaákvæðin um þetta efni eru óljós, ekki síst þar sem þetta snýst um samspil gjaldþrotalaganna og laga um fjármálafyrirtæki. Það er því hægt að hafa á þessu fleiri en eina skoðun. Við höfum ekki haft ráðrúm til að fara yfir dóminn með okkar lögmönnum, en niðurstaðan er endanleg. Krafan kemst ekki að" sagði Kári Arnór framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs.

"Starfsmenn sjóðsins, sem unnu að þessu máli á sínum tíma, skiluðu af sér sínu verki með sóma og alveg eftir settum reglum. Öll gögn voru afhent lögmannstofunni sem vann fyrir sjóðinn góðum mánuði fyrir lok skilafrests. Þetta hefur óðháður endurskoðandi yfirfarið og staðfest. Mistökin voru gerð hjá lögmannstofunni. Ég vil þó taka fram að lögmannsstofan hafði starfað fyrir sjóðinn í um áratug og skilað góðu starfi, m.a. lýst fyrir sjóðinn hundruðum krafna án nokkurra mistaka. En að þessu sinni urðu mistök og þau hafa verð okkur dýr. Ég geri ráð fyrir því að stjórn sjóðsins fjalli um þetta mál einhvern næstu daga og þá kemur í ljós hvort einhver frekari viðbrögð verða." sagði Kári Arnór.