Heimild til úttektar á séreignarsparnaði aukin

Með lögum sem sett voru snemma árs 2009 var sjóðfélögum veitt tímabundin heimild til að taka út séreignarsparnað sinn   Með lögum sem sett voru snemma árs 2009 var sjóðfélögum veitt tímabundin heimild til að taka út séreignarsparnað sinn   og var heimildin miðuð við 1.000.000 kr, síðar var heimildin rýmkuð í 2.500.000 kr.  Með lögum sem samþykkt voru 18. desember s.. var heimild þessi rýmkuð og er nú samtals 5.000.000 kr., frestur til að nýta heimildina er til 1. apríl 2011.

Upplýsingar um heimildina:

 

  • Heimilt er að greiða út innstæðu séreignarsparnaðar allt að 5 milljónir króna óháð því hvort samanlagður séreignarsparnaður er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila.
  • Inneign sem hægt er að taka út miðast við stöðu 1. janúar 2011, en þó aldrei hærri fjárhæð en 5 milljónir króna.
  • Inneignin greiðist út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu, á 12 mánuðum frá því beiðni um útgreiðslu er lögð fram.
  • Útgreiðslutími styttist ef um lægri fjárhæð en 5 milljónir er að ræða.
  • Greiðslur sem greiddar hafa verið samkvæmt eldri heimild dragast frá heildarfjárhæð sem heimilt er að greiða út.
  • Greiðslum til þeirra sem óskað hafa eftir úttekt samkvæmt eldri heimild skal vera lokið áður en greiðslur hefjast samkvæmt nýsamþykktum lögum. 
  • Þeir sem sótt hafa um greiðslu skv. eldri heimild og óska eftir áframhaldandi greiðslum þurfa að útfylla nýja umsókn.
  • Umsókn um úttekt þarf að hafa borist  fyrir 20. dags mánaðar fyrir fyrstu útborgun.
  • Stapi lífeyrissjóður þarf eins og aðrir vörsluaðilar að fá samþykki ríkisskattstjóra áður en útgreiðsla getur hafist.
  • Sjóðfélaga ber ábyrgð á að upplýsa sjóðinn í hvaða skattþrepi skattgreiðslur af úttekt eiga að vera.


Eyðublað um sérstaka útgreiðslu