Stapi lífeyrissjóður stefndi Fjármálaeftirlitinu út af dagsektum sem eftirlitið lagði á sjóðinn þar sem það taldi að útvistunarsamningur sjóðsins við þjónustuaðila um rekstur upplýsingakerfa hafi ekki verið í samræmi við leiðbeinandi tilmæli eftirlitsins. Sjóðurinn taldi að lagaskilyrði fyrir álagningu dagsekta væri ekki fyrir hendi, auk þess sem ekki hafi verið rétt að ákvörðuninni staðið. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 8. júlí sl. þar sem fallist er á að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um álagningu dagsekta hafi verið heimil. Stjórn sjóðsins mun fara nánar yfir forsendur dómsins á næstunni og taka ákvörðun um hvort honum verður áfrýjað.