Stjórn Stapa hefur gengið frá ráðningu í starf framkvæmdastjóra Stapa lífeyrissjóðs. Var Ingi Björnsson valinn úr hópi 18 umsækjenda og mun hann taka til starfa á næstu mánuðum.
Ingi hefur mastersgráðu í hagfræði frá Göteborgs Universitet og lauk B.Sc. gráðu í hagfræði frá sama skóla.
Hann hefur gengt ýmsum stjórnunarstörfum og hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Undanfarin 16 ár hefur hann starfað hjá Íslandsbanka sem útibússtjóri á Akureyri.
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs býður Inga innilega velkominn til starfa.