20.10.2011
Ríkisskattstjóri hefur sent lífeyrissjóðum til innheimtu vangreidd iðgjöld vegna ársins 2010.
Ríkisskattstjóri hefur sent lífeyrissjóðum til innheimtu vangreidd iðgjöld vegna ársins 2010.
Hefur sjóðurinn í framhaldinu sent þeim aðilum sem vangreidd eiga iðgjöld skv. RSK viðvörun þar sem gefinn er kostur á að
greiða vangreidd iðgjöld innan 20 virkra daga frá útsendingu innheimtuviðvörunarinnar að öðrum kosti verður innheimtan send
lögfræðingi sjóðsins til innheimtu mánudaginn 21. nóvember 2011.
Samkvæmt 6. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, hefur
ríkisskattstjóri með höndum eftirlit með því að lífeyrissjóðsiðgjald sé greitt vegna hvers manns sem skyldutrygging
lífeyrisréttinda nær til.
Í 27. gr. reglugerðar nr. 391/1998 kemur fram að Ríkisskattstjóri skal senda hverjum og einum lífeyrissjóði yfirlit
vegna vangreiddra iðgjalda þess manns sem er aðili að sjóðnum, samkvæmt þeim upplýsingum sem embættið hefur
fengið.
Athygli er vakin á því að lífeyrissjóðnum ber að innheimta vangoldin iðgjöld sem sjóðuirnn
hefur upplýsingar um sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 129/1997, með síðari breytingum.