Jóna Finndís ráðinn áhættustjóri

Á fundi stjórnar sjóðsins þann 6.september sl. var ákveðið að ráða sérstakan áhættustjóra. Á fundi stjórnar sjóðsins þann 6.september sl. var ákveðið að ráða sérstakan áhættustjóra.

Er þetta í samræmi við nýtt skipulag, sem tekið var upp hjá sjóðnum. Áhættustjóri heyrir beint undir stjórn sjóðsins og hefur yfirumsjón með allri áhættustýringu og eftirliti hjá sjóðnum.

Í framhaldi af þessu hefur stjórnin ráðið Jónu Finndísi Jónsdóttur í starf áhættustjóra. Jóna Finndís var áður sjóðsstjóri hjá sjóðnum. Jóna Finndís er með doktorsgráðu í verkfræði, hefur auk þess lagt stund á fjármálafræði og er með próf í verðbréfaviðskiptum. Jóna Finndís mun taka við starfi áhættustjóra um miðjan þennan mánuð.