Launagreiðendur sem skráð hafa virk netföng á vef launagreiðenda hafa fengið orðsendingu í tölvupósti þess efnis að yfirlit vegna iðgjalda sem borist hafa sjóðnum frá 1. október 2024 til 28. febrúar 2025 eru nú aðgengileg á vefnum.
Yfirlitin eru eingöngu á rafrænu formi og ekki send út á pappír nema ef sérstaklega er óskað eftir því. Þeir launagreiðendur sem kjósa að fá yfirlit send á pappír geta haft samband við Stapa í síma eða sent inn beiðni á netfangið idgjold@stapi.is
Við hvetjum launagreiðendur jafnframt til að skrá inn virk netföng á vefinn til að auðvelda upplýsingagjöf.
Orðsendtingu til launagreiðenda fylgdi einnig ábending um að á vef Stapa er að finna einföld form til útfyllingar t.d. beiðnir um skuldleysisvottorð og niðurfellingu/bakfærslu skilagreina. Þar er einnig hægt að tilkynna ef launagreiðanda ber ekki lengur að skila inn skilagreinum til sjóðsins.
Stapi hvetur launagreiðendur til að nýta sér formin því það flýtir fyrir afgreiðslu.
Nýr launagreiðendavefur er í vinnslu og í náinni framtíð verður hægt að senda tilkynningar þaðan.