Í janúar sl. var undirritaður samningur milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins þar sem m.a. var samið um þrepaskipta hækkun mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð og tekur fyrsta breyting gildi 1. júlí nk.
Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar og verður eftirfarandi:
Til upplýsingar fyrir áhugasama má nálgast samninginn í heild sinni hér.
Stapi beinir þeim tilmælum til launagreiðenda að gera viðeigandi ráðstafanir við skil á iðgjöldum.
Í vikunni var sendur út tölvupóstur, til þeirra sem skráð hafa netföng á vef launagreiðenda, til upplýsingar um þetta málefni. Við hvetjum alla þá launagreiðendur sem ekki hafa skráð netföng að ganga frá skráningu svo unnt sé að koma upplýsingum til skila með auðveldum hætti.