Leiðrétting fasteignaveðlána – umsóknarfrestur til 1. september

Vakin er athygli á því að frestur til að sækja um leiðréttingu á verðtryggðum fasteignaveðlánum rennur út 1. september nk.  Hægt er að sækja um á vefnum www.leidretting.is en þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningar. Að umsóknarfresti liðnum  fer fram úrvinnsla umsókna og útreikningur.

Á vefnum www.leidretting.is eru einnig kynntir valkostir á ráðstöfun séreignarsparnaðar sem eru tvenns konar, ráðstöfun inn á fasteignalán og húsnæðissparnaður. 

Umsókn vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar þarf að berast fyrir 1. september 2014 til að gilda frá launatímabilinu sem hefst  1.  júlí 2014.  Umsóknir sem berast eftir 1. september  taka gildi frá þeim tíma er þær berast. 

Stapi hvetur sjóðfélaga til að kynna sér vel þau úrræði sem í boði eru.