Leiðréttingin

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um skuldaleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána á vefnum www.leidretting.is. Þar er jafnframt hægt að sækja um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014.

Á vef ríkisskattstjóra má finna greinagóðar upplýsingar og hvetur Stapi sjóðfélaga til að kynna sér málin en hægt er að senda fyrirspurn á adstod@leidretting.is eða hafa samband í síma 442 1900. Á vef forsætisráðuneytisins er einnig að finna nánari upplýsingar varðandi  aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána.  

Vakin er athygli á því að til að fullnýta séreignarúrræðið þarf að liggja fyrir samningur um greiðslur í séreignarsjóð frá og með 1. júlí 2014. Hér á heimasíðu Stapa má finna upplýsingar um séreignarsöfn sjóðsins en einnig er sjóðfélögum velkomið að líta við á skrifstofu Stapa að Strandgötu 3 eða hafa samband í síma 460 4500.

Stutta samantekt varðandi ráðstöfun séreignarsparnaðar má jafnframt finna hér