Jóna Finndís Jónsdóttir forstöðumaður réttindasviðs Stapa var áhugaverðu viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær varðandi iðgjöld sjóðfélaga sem eru búsettir erlendis.
Um 2.000 sjóðfélagar Stapa, sem ekki hafa hafið töku eftirlauna en eru 60 ára eða eldri, eru búsettir erlendis samkvæmt Þjóðskrá.
Hætta er á að erlendir ríkisborgarar fari á mis við réttindi sín í lífeyrissjóðum ef þeir sækja ekki rétt sinn. Því sjaldnast hefur lífeyrissjóðurinn upplýsingar um heimilsfang erlendis eða netfang til að hafa samband þegar eftirlaunaaldri er náð.
Hluti þessa erlenda hóps getur fengið iðgjöld endurgreidd við brottflutning frá landinu, þ.e. þeir sem eru með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins og Bandaríkjanna, sjá nánar á lifeyrismal.is . Ef þeir sækja ekki um endurgreiðslu við brottför þá geta þeir vissulega nýtt lífeyrisréttindi sín síðar, líkt og aðrir sjóðfélagar og nálgast umsókn á vef Stapa.
Hinn hluti erlendra ríkisborgara, þ.e. þeir sem eru með ríkisfang innan EES eða Bandaríkjanna geta ekki fengið greitt við flutning af landi brott, en geta hins vegar nýtt eftirlaunaréttindi strax frá 60 ára aldri auk þess sem þeir eiga geta átt rétt á örorkulífeyri og maki á makalífeyri við fráfall sjóðfélaga.
Gott væri ef atvinnurekendur myndu hvetja sjóðfélaga til að gera eftirfarandi:
Frétt um þetta birtist einnig á vefsíðu ríkisútvarpsins og Iceland Review birti einnig grein um málið.